spot_img
HomeFréttirÞjálfarar í háskólaboltanum þéna vel

Þjálfarar í háskólaboltanum þéna vel

 

Launahæstu starfsmenn fylkjana 52 í Bandaríkjunum eru þjálfara háskólaliðanna í hverju fylki fyrir sig og ekki einu sinni fylkisstjórar komast neitt návígi við þau laun sem þjálfararnir þyggja.  Þannig er að aðeins í 11 fylkjum af 52 eru aðrir en þjálfarar háskólaliðanna, ýmist fótbolta eða körfubolta launahæstu starfsmenn fylkisins.  Jim Harbaugh þjálfari fótboltaliðs Michigan háskólans er þar hæstur á blaði með 9 milljónir dala í árslaun.  Rétt á hæla hans kemur svo Mike Krzyzewski þjálfari Duke háskólans með tæplega 8.9 miljónir dollara í árslaun og er launahæsti körfuknattleiksþjálfarinn en á gengi dagsins í dag eru þetta um 900 milljónir á ári.  Næstur á listanum er svo John Calipari með 7.9 milljónir og í þriðja sæti á listanum er svo Chris Holtman hjá Ohio State með 7.1 milljónir.   Hér að neðan má sjá 20 launahæstu þjálfarana í NCAA. Athygli vekur að þjálfari North Carolina, hinn magnaði Roy Williams er númer 42 á listanum með "aðeins" 2 milljónir dollara á ári. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -