spot_img
HomeFréttirÞjálfarar í Domino´s deild kvenna tímabilið 2013-2014

Þjálfarar í Domino´s deild kvenna tímabilið 2013-2014

Þjálfaramálin í Domino´s deild kvenna eru nú öll komin í höfn. Fjórar breytingar og sú fimmta með nýliðum þar sem Hallgrímur Brynjólfsson kemur upp með Hamarskonur þar sem Fjölnir féll.
 
Andy Johnston tekur við af Sigurði Ingimundarsyni í Keflavík, Nigel Moore tekur við Njarðvíkurkonum, Jón Halldór Eðvaldsson tekur við Grindvíkingum og Yngvi Gunnlaugsson sest í þjálfarasætið hjá KR.
 
Ágúst Björgvinsson er enn með Valskonur, Ingi Þór með Snæfell og Bjarni Magnússon við stjórnartaumana í Hafnarfirði hjá Haukum.
 
Þjálfarar í Domino´s deild kvenna á næsta tímabili:
 
Keflavík – Andy Johnston
Njarðvík – Nigel Moore
Grindavík – Jón Halldór Eðvaldsson
KR – Yngvi Gunnlaugsson
Valur – Ágúst Sigurður Björgvinsson
Snæfell – Ingi Þór Steinþórsson
Haukar – Bjarni Magnússon
Hamar – Hallgrímur Brynjólfsson
 
  
Mynd/ Hallgrímur og Hamarskonur mæta í Domino´s deildina á næstu leiktíð.
Fréttir
- Auglýsing -