Nokkrar hræingar hafa verið á liðunum í úrvalsdeild karla og víðar og á sumum stöðum þegar komnir nýir skipstjórar í brúnna á sumum skútum. Eftir því sem við komumst næst er staðan svona á þjálfaramálum úrvalsdeildarliðanna fyrir næstu leiktíð.
Grindavík – Sverrir Þór Sverrisson
Stjarnan – Teitur Örlygsson
Snæfell – Ingi Þór Steinþórsson
KR – Finnur Freyr Stefánsson (skv. heimildum Sport.is)
Njarðvík – Einar Árni Jóhannsson
Keflavík – Sigurður Ingimundarson – samningslaus
Þór Þorlákshöfn – Benedikt Guðmundsson
Skallagrímur – Pálmi Þór Sævarsson
KFÍ – Birgir Örn Birgisson
ÍR – Örvar Þór Kristjánsson
Valur – Ágúst Sigurður Björgvinsson
Haukar – Ívar Ásgrímsson
Liðin sem léku til úrslita, Grindavík og Stjarnan, mæta til leiks á næsta tímabili með sömu menn í brúnni, þá Sverri Þór Sverrisson og Teit Örlygsson. Ingi Þór Steinþórsson verður áfram í Hólminum en nýjustu tíðindin úr vesturbænum skv. heimildum Sport.is eru þau að Finnur Freyr Stefánsson muni taka við sem aðalþjálfari karlalið KR.
Einar Árni Jóhannsson verður áfram við stjórnartaumana í Ljónagryfjunni en kollegi hans á öðrum stað í bænum, Sigurður Ingimundarson, er samningslaus. Benedikt Guðmundsson endursamdi nýverið við Þór Þorlákshöfn og þá verður Pálmi Þór Sævarsson áfram með Skallagrímsliðið en Pálmi og nýliðarnir úr Borgarnesi gerðu gott betur en að tryggja sæti sitt í deildinni heldur komust þeir í úrslitakeppnina!
Birgir Örn Birgisson er fluttur heim eftir búsetu erlendis og tók við starfinu hjá KFÍ af Pétri Sigurðssyni og Örvar Þór Kristjánsson hefur tekið við liði ÍR af Herberti Arnarsyni.
Nýliðarnir úr 1. deild, félögin hans séra Friðriks, koma með sömu menn til leiks, þ.e. Ívar Ásgrímsson verður með Hauka og Ágúst Björgvinsson með Valsliðið.
Við tökum fram að þetta er ekki endanlegur listi heldur sá sem við komumst næst með að setja fram þessi dægrin.
Mynd/ Pálmi Þór og Borgnesingar komust í úrslitakeppnina sem nýliðar í deildinni síðasta tímabil. Hvað gera „Skallarnir“ á næstu leiktíð?