spot_img
HomeFréttirÞjálfaranámskeið á næstunni - Skráning opin á nokkur námskeið

Þjálfaranámskeið á næstunni – Skráning opin á nokkur námskeið

Opnað hefur verið fyrir skráningu á KKÍ 1AKKÍ 2A, en vakin er athygli á því að aðeins þeir sem hafa greitt fyrir námskeið fá að taka þátt. Bent er á að hægt er að sækja styrki fyrir þjálfaranámskeiðum, en oft veita stéttarfélög styrki fyrir þátttöku á námskeiðum.

Hægt er að sjá stöðu þjálfara í menntakerfi KKÍ hér.

Gott er að hafa í huga að þeir þjálfarar sem hyggjast sækjast eftir því að fara í FECC þurfa hið minnsta að hafa klára þjálfarastig KKÍ 1 og 2 ásamt ÍSÍ 1 og 2.

KKÍ 1A | 19.-21. ágúst

​KKÍ þjálfari 1 skiptist í þrjú námskeið A, B og C. KKÍ 1A er skipt upp í nokkra hluta, Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Mikil áhersla er lögð á kennslu á helstu grunnþáttum eins og skotum, sendingum, fótavinnu, knattraki og á boltaæfingar. Áhersla er lögð á að kenna yngstu iðkendum grunnþætti í gegnum leiki. Á sunnudegi þá þjálfa þátttakendur eina stöð í úrvalsbúðum KKÍ. Þetta verður kynnt nánar við upphaf námskeiðs.

Þátttökugjald fyrir KKÍ 1A er 26.000 kr. ef skráning og greiðsla klárast í síðasta lagi 12. ágúst, en eftir það hækkar námskeiðsgjald upp í 38.000 kr.

KKÍ 1C | 27.-28. ágúst

KKÍ þjálfari 1C er kennt í staðnámi dagana 27.-28. ágúst 2022, en þjálfarar þurfa að klára verkefni eftir að námskeiði lýkur til að klára KKÍ 1C. Áhersla er lögð á þjálfun barna 14 ára og yngri í KKÍ 1C náminu. Hér er lögð meiri áhersla á samvinnu leikmanna en var gert í 1A. Eftir námskeið fer þjálfari og fylgist með fjórum æfingum hjá börnum yngri en 12 ára, fylgst er með a.m.k tveimur mismunandi þjálfurum. Þjálfari þarf svo að vinna stutt verkefni upp úr æfingum sem fylgst var með. Þegar þjálfari hefur lokið KKÍ 1A, 1B og 1C, ásamt ÍSÍ 1 telst þjálfari vera KKÍ þjálfari 1. Þjálfarar sem hafa lokið öllum prófum og verkefnum 1 A, B og C námi, ásamt því að hafa lokið ÍSÍ 1 útskrifast með KKÍ 1 þjálfararéttindi.

Þátttökugjald fyrir KKÍ 1C er 26.000 kr. ef skráning og greiðsla klárast í síðasta lagi 19. ágúst, en eftir það hækkar námskeiðsgjald upp í 38.000 kr.

KKÍ 1B og 2B | hefst 12. september

Fjarnámskeiðin KKÍ 1B og KKÍ 2B hefjast þann 12. september. Skráning opnar í lok ágúst og verður auglýst sérstaklega. Hægt er að skrá sig með afslætti til 5. september. Frekari upplýsingar um skráningu og námskeiðin verða sendar út eftir miðjan ágúst.

Fréttir
- Auglýsing -