spot_img
HomeFréttirÞjálfaranámskeið á laugardaginn í Seljaskóla!

Þjálfaranámskeið á laugardaginn í Seljaskóla!

Þjálfarinn Coleman Ayers mun halda þjálfaranámskeið í Seljaskóla laugardaginn 8. apríl klukkan 10:00-12:00. Frítt inn, engin skráning, bara mæta á staðinn.

Hann mun fara út í einstaklings pælingar, þjálfunaraðferðir, “small sided games” (1v1, 2v1, 1v2, 3v3) og fleira, en einnig verður mikill tími fyrir spurningar og umræður.

Þjálfarar, leikmenn og allir áhugamenn um körfu velkomnir. Leikmenn geta lært mikið af þessu, hvernig á að æfa á skilvirkan hátt bæði einn og með öðrum.

Þeir sem vilja kynna sér Coleman og brandið hans “By Any Means Basketball” geta skoðað hann á Instagram og Youtube.

Fréttir
- Auglýsing -