spot_img
HomeFréttirÞjálfara- og dómaranámskeið framundan

Þjálfara- og dómaranámskeið framundan

Þjálfaranám KKÍ

>>SKRÁNING HÉR<<

Framundan eru tvö fjarnámskeið í þjálfaranámi KKÍ, KKÍ 1B og KKÍ 2B. Gott er að hafa í huga að þeir þjálfarar sem hyggjast sækjast eftir því að fara í FECC þurfa hið minnsta að hafa klára þjálfarastig KKÍ 1 og 2 ásamt ÍSÍ 1 og 2. Opnað hefur verið fyrir skráningu á KKÍ 1B og KKÍ 2B, en vakin er athygli á því að aðeins þeir sem hafa greitt fyrir námskeið fá að taka þátt. Við bendum á að hægt er að sækja styrki fyrir þjálfaranámskeiðum, en oft veita stéttarfélög styrki fyrir þátttöku á námskeiðum.

Frekari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðu KKÍ, annars vegar um KKÍ 1B og hins vegar um KKÍ 2B.

Námskeiðsgjald fyrir KKÍ 1B er kr. 26.000 ef skráð er í síðasta 4. september, kr. 38.000 eftir það. Skráningu lokar sunnudaginn 11. september.

Námskeiðsgjald fyrir KKÍ 1B er kr. 38.000 ef skráð er í síðasta 4. september, kr. 50.000 eftir það. Skráningu lokar sunnudaginn 11. september.

Dómaranámskeið

>>SKRÁNING HÉR<<

Framundan eru tvö dómaranámskeið. Annars vegar fjarnámskeið sem verður haldið laugardaginn 10. september og hins vegar kvendómaranámskeið sem FIBA dómarinn Andrada Csender heldur fyrir KKÍ helgina 16.-18. september. Námskeiðin eru ókeypis fyrir alla áhugasama. Þeir einstaklingar sem ljúka þessum námskeiðum geta óskað eftir því að koma á niðurröðun dómaranefndar og dæma leiki í mótum á vegum KKÍ.

Skráningu á netdómaranámskeið lýkur fimmtudaginn 8. september og skráningu á kvendómaranámskeið fimmtudaginn 15. september kl. 17.

Fréttir
- Auglýsing -