spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2023Þingmannadæturnar Ásta Júlía og Dagný Lísa í léttu spjalli "Erum ekkert ósammála...

Þingmannadæturnar Ásta Júlía og Dagný Lísa í léttu spjalli “Erum ekkert ósammála þegar við ræðum saman”

Íslenska kvennalandsliðið hefur leik í dag í undankeppni EuroBasket 2023 með leik gegn heimakonum í Rúmeníu.

Leikurinn er kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Liðið ferðast svo heim á föstudaginn og leikur heima í Ólafssal gegn Ungverjalandi sunnudaginn 14. nóvember kl. 20:00.

Hérna er heimasíða mótsins

Karfan heyrði í herbergisfélögunum og leikmönnum liðsins Ástu Júlíu Grímsdóttur og Dagnýju Lísu Davíðsdóttur og spurði þær út aðstæður í Rúmeníu og hvernig sambúðin gangi. Ásta Júlía hefur áður leikið tvo leiki fyrir landsliðið á meðan að þetta er fyrsta verkefni Dagnýjar með liðinu.

Áhugavert og mögulega sögulegt er að þær Ásta og Dagný séu herbergisfélagar með liðinu fyrir þær sakir að þær eru báðar dætur þingmanna. Ásta Júlía er dóttir þingmanns Samfylkingarinnar Helgu Völu Helgadóttur og Dagný Lísa dóttir Guðrúnar Hafsteinsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir þessa hugmyndafræðilegu gjá sem ætla má að sé á milli foreldra þeirra segjast Ásta Júlía og Dagný Lísa ekki áætla að þær ættu erfitt með að vinna saman þar sem þær séu ekki ósammála varðandi málefni hlutina.

Fréttir
- Auglýsing -