spot_img
HomeFréttirÞetta gerðist á þriðja degi

Þetta gerðist á þriðja degi

Það var frábær körfuboltadagur í gær á HM. Margir flottir leikir þar sem Bandaríkjamenn mörðu Brasilíu. Slóvenar unnu montréttin gagnvart grönnum sínum frá Króatíu. Kíkjum aðeins á dag þrjú.
Flest stig:
Luis Scola er aftur stigahæsti leikmaður dagsins. Hann skoraði 32 stig í sigri Argentínu á Angólu. Hann var einnig stigahæsti leikmaðurinn á öðrum leikdegi.
 
Stærsti sigurinn:
Serbía vann Jórdaníu 112-69 og unnu því með 43 stigum.
 
Óvæntastu úrslitin:
Stórsigur Ástrala á Þjóðverjum. Ástralir unnu með 35 stigum 78-43. Sannarlega ótrúleg úrslit.
 
Frammistaða dagsins:
Kemur í hlut slóvensku stuðningsmannana sem eru fjölmennir í Tyrklandi. Það er eins og slóvenska liðið sé á heimavelli en þeir voru frábærir í dag gegn Króatíu. Hjálpuðu sínum mönnum að landa mikilvægum sigri.
 
Hetjan:
Hetja dagsins er Arsalan Kazemi hjá Íran en hann var frábær á endasprettinum fyrir land sitt. Hann setti átta stig á síðustu fjórum mínútum leiks Írans og Túnis. Var þetta fyrsti sigur Írans á mótinu en þeir léku á síðustu Ólympíuleikum og þeir unnu ekki leik þannig að sigurinn í dag var kærkominn.
 
Skúrkurinn:
Þýska landsliðið eins og leggur sig er skúrkur þriðja leikdags. Þó að þreyta hafi verið í liðinu eftir frábæran sigur á Serbíu í tvíframlengdum leik kvöldinu áður. Þá býður þú ekki fólki upp á það að skora aðeins 43 stig í heilum körfuboltaleik a.m.k. ekki ef þú vilt láta taka þig alvarlega á heimsmeistaramóti.
 
Ljósmynd/ Milos Teodosic fékk að vera með í leiknum í dag en hann var að klára tveggja leikja bann út af stólaslagsmálunum.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -