spot_img
HomeFréttirÞetta gerðist á fimmta degi

Þetta gerðist á fimmta degi

Dagurinn í gær á HM var ekkert annað en veisla. Margir frábæri og spennandi leikir voru á dagskrá og tilþrifin glæsileg. En förum yfir okkar daglegu samantekt af því markverðasta.
Flest stig:
Luis Scola hjá Argentínu og Olimpio Cipriano leikmaður Angóla voru með 30 stig hvor í dag.
 
 
Stærsti sigurinn:
Grikkir unnu Fílabeinsströndina 97-60 og Bandaríkjamenn unnu Íran 88-51. Báðir þessari leikir unnust með 37 stiga mun.
 
 
Óvæntastu úrslitin:
Angóla vann Þýskaland 92-88 í framlengdum leik. Var þetta fyrsti sigur Angóla á Þýskalandi frá upphafi og nú á Angóla ágætan möguleika að komast í milliriðla en þeir hafa aldrei náð svo langt.
 

Frammistaða dagsins:
Frammistaða dagsins á Olimpio Cipriano hjá Angóla. Hann var frábær í sigri þeirra á Þýskalandi í dag. Endaði með 30 stig og 22 þeirra komu í seinni hálfleik. Hann var líka beittur í lokin á vítalínunni.
 

Hetjan:
Jaka Lakovic, leikmaður Barcelona og Slóvenía, var svellkaldur í lokin fyrir Slóveníu þegar þeir unnu Brasilíu. Fyrirliðinn negldi tveimur þristum í blálokin og splundraði svo vörn Brassana til að finna Bostjan Nachbar sem kláraði leikinn með þrist. Sannarlega frábær frammistaða frá þessum snagga bakverði
.
Skúrkurinn:
Nenad Kristic. Hann lék með Serbum í gær eftir bannið og stóð sig vel með 14 stig og 10 fráköst. En eftir alla vitleysuna á Akrapólismótinu þar sem hann fékk þriggja-leikjabann fyrir slagsmál og stólakast er upplagt að tilnefna hann skúrk dagsins. Kannski óverðskuldað á þessum leikdegi en verðskuldað í heildina eftir að hafa skilið liðið sitt eftir án hans í fyrstu þremur leikjunum.
 
 
Ljósmynd/ Tiago Splitter var vonsvikin með einn eitt tap sinna manna á mótinu.
 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -