spot_img
HomeBikarkeppniÞetta eru liðin sem tryggðu sig áfram í 8 liða úrslit VÍS...

Þetta eru liðin sem tryggðu sig áfram í 8 liða úrslit VÍS bikarkeppninnar í dag

Fjórir leikir fóru fram í 16 liða úrslitum VÍS bikarkeppni kvenna í dag.

Fyrir leiki dagsins var ljóst að Keflavík og Grindavík voru komnar áfram í 8 liða úrslitin, en mótherjar beggja liða höfðu gefið viðureignir sínar gegn þeim sem fara áttu fram í dag.

Ásamt Keflavík og Grindavík tryggðu sig áfram Njarðvík, Hamar/Þór, Stjarnan og Þór Akureyri.

16 liða úrslitin munu svo klárast á morgun þegar að ríkjandi bikarmeistarar Hauka mæta liði Ármanns í Ólafssal og í Origo höllinni fær Valur lið Breiðabliks í heimsókn.

Tölfræði leikja

Úrslit dagsins

16 liða úrslit VÍS bikar kvenna

Njarðvík 89 – 67 Tindastóll

Stjarnan 83 – 50 Snæfell

Keflavík Keflavík U – Ungmennaliðið gaf leikinn

Hamar/Þór 71 – 67 Fjölnir

Grindavík ÍR – ÍR gaf leikinn

Þór Akureyri 84 – 76 Aþena

Fréttir
- Auglýsing -