Lokaleikur 32 liða úrslita VÍS bikarkeppni karla fer fram í kvöld er Höttur tekur á móti Tindastóli kl. 19:15 á Egilsstöðum.
Hinir leikir 32 liða úrslita voru allir leiknir í kringum þar síðustu helgi, en vegna leikja Tindastóls í Evrópukeppni þurfti að finna nýja dagsetningu fyrir leik þeirra.
Öruggt var að KV, Stjarnan, Haukar, Snæfell, ÍA og Grindavík færu í 16 liða úrslitin þar sem þau voru dregin til að sitja hjá í 32 liða úrslitum.
Um þar síðustu helgi tryggðu sig svo áfram Valur, Ármann, KR, Keflavík, Fjölnir, Álftanes, Breiðablik, ÍR og Hamar.
Ekki verða leikin 32 liða úrslit í VÍS bikarkeppni kvenna. Þar skráðu sig 16 lið og verður því byrjað í næstu umferð. Aþena, Ármann, Fjölnir, Grindavík, Hamar/Þór, Haukar, ÍR, Keflavík, KR, Njarðvík, Selfoss, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur og Þór Ak. verða í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslit VÍS bikars kvenna.



