spot_img
HomeFréttirÞetta eru liðin sem mætast í 8 liða úrslitum Subway deildar karla

Þetta eru liðin sem mætast í 8 liða úrslitum Subway deildar karla

Lokaumferð Subway deildar karla fór fram í kvöld með sex leikjum. Fyrir umferðina var ljóst að Valur voru deildarmeistarar, Haukar enduðu í 10. sætinu og Breiðablik og Hamar voru fallin í fyrstu deildina. Hin 8 lið deildarinnar áttu þess öll kost að færast upp eða niður í sætaröðuninni og því ekki ljóst hvernig viðureignir fyrstu umferðar úrslitakeppninnar yrðu, en hún rúllar af stað komandi miðvikudag 10. apríl.

Staðan í deildinni

Hér fyrir neðan má sjá hverjar viðureignir fyrstu umferðar verða, sem og lokastöðu deildarinnar.

Viðureignir fyrstu umferðar úrslitakeppni

Valur gegn Hetti

Grindavík gegn Tindastóli

Keflavík gegn Álftanesi

Njarðvík gegn Þór

Lokastaða Subway deildar karla 2023-24

 1. Valur
 2. Grindavík
 3. Keflavík
 4. Njarðvík
 5. Þór
 6. Álftanes
 7. Tindastóll
 8. Höttur
 9. Stjarnan
 10. Haukar
 11. Breiðablik
 12. Hamar
Fréttir
- Auglýsing -