Dregið var í riðla í undankeppni HM 2027 í dag.
Undankeppnin mun rúlla af stað nú í nóvember en henni er háttað líkt og áður þar sem fyrst komast þrjú lið áfram úr fjögurra liða riðil, en svo fara liðin í sex liða riðla þar sem efstu þrjú komast á lokamótið sem fram fer í Katar 2027.
Dregið var í átta fjögurra liða riðla, en með Íslandi í þessum fyrri riðil keppninnar eru Bretland, Ítalía og Litháen.




