spot_img
HomeFréttirÞetta er úrslitakeppni en ekki Nettómót

Þetta er úrslitakeppni en ekki Nettómót

Viðar Örn Hafsteinsson og Hattarmenn eru komnir í sumarfrí en það er ekki illu heilli þar sem Höttur hafði sigur í 1. deild karla. Viðar er með puttann á púlsinum og Karfan.is fékk hann til að rýna í stórleikina þrjá sem fram fara í kvöld í 8-liða úrslitum Domino´s-deildar karla.

Tindastóll – Keflavík (0-2)
Þetta verður hörku leikur og hef ég trú á að heimavöllurinn vegi þungt í þessum leik. Tindastólsmenn tapa ekki oft á heimavelli og hvað þá tvisvar í röð.
Mikilvægt fyrir Stólana að fá stórleik frá Pétri og Hester, en þeir mega ekki vera ungmennafélagshugsuninni og að allir eigi að spila jafnt, þetta er úrslitakeppni en ekki Nettómót.
Tindastóll sigrar en hef trú á aðserían fari 3-1 fyrir Keflavík

Grindavík – Þór Þorlákshöfn (1-1)
Þetta er líklega mest spennandi viðureignin sem er í gangi. En gríðarlega mikilvægt fyrir bæði lið að taka sigur því það er óþægilegt að lenda með bakið upp við vegg fyrir leik 4.
Ég spái því að Þór taki sigur í kvöld, þeir þurfa að stela einum leik í Grindavík og til hvers að bíða með það þangað til í leik 5.
Spá mín að lykillinn að sigri Þórs í kvöld verði stórleikur Tobin Carberry og auk þess munu Þórsarar hitta vel og þá eru þeir illviðráðanlegir. Ef Grindavík ætlar að sigra þetta þá þurfa þeir meira frá Óla Óla en í síðasta leik. Svo verður Clinch að spila á fullum krafti í 40 mín en ekki detta út á stórum köflum eins og stundum hefur gerst.
Þór sigrar og tekur svo seríuna 3-1

Stjarnan – ÍR (2-0)
Stjarnan tekur þennan leik og klárar seríuna 3-0, innkoma Justin eftir höfuðmeiðsli hefur komið mér á óvart. Hann spilar algjörlega óhræddur og hefur ekki sýnt nein merki um að hafa setið út í nokkrar vikur.
Stjarnan eru númeri of stórir fyrir ÍR, í kvöld munu þeir fá framlag úr mörgum áttum og sigla þessu nokkuð örugglega í seinni hálfleik þar sem ég spái því að ÍR-ingar brotni.
ÍR komu hátt uppi inní úrslitakeppnina og hefur það háð þeim því þeir hafa brugðist illa við mótlæti og misst hausinn á köflum. En ef ÍR ætlar ekki í sumarfrí þá þarf Matthías Orri að skella þeim á herðarnar á sér og byrja að draga vagninn og vonast til að Sveinbjörn, Danero og Quincy komi með risa play þegar líður á leikinn.
Mín spá er Stjarnan með 10+ og klára seríuna 3-0

Fréttir
- Auglýsing -