spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2023Þetta er liðið sem mætir Spáni í Laugardalshöllinni – Bein útsending kl....

Þetta er liðið sem mætir Spáni í Laugardalshöllinni – Bein útsending kl. 19:45 á RÚV

Íslenska kvennalandsliðið mun kl. 19:45 í kvöld mæta Spáni í Laugardalshöll. Fyrir leikinn er Ísland í þriðja sæti riðils síns, með einn sigur, jafn marga og Rúmenía sem er í fjórða sætinu, en sætinu ofar vegna innbyrðisstöðu. Spánn er svo í efsta sætinu, en Ungverjaland í öðru sæti.

Þetta mun vera seinasti leikur liðsins í undankeppninni og sá seinni gegn Spáni. Áður hafði Ísland tapað fyrir þeim úti í Huelva þann 22. nóvember síðastliðinn, 120-54. Í þeim leik var það Hildur Björg Kjartansdóttir sem dró vagninn fyrir Ísland með 13 stig, 5 fráköst og Sara Rún Hinriksdóttir bætti við 15 stigum.

Leikurinn er einn tveggja í þessum síðasta glugga liðsins í undankeppinni, en nú fyrir helgi tapaði Ísland fyrir Ungverjalandi úti í Miskolc, 89-49. Bæði verður fjallað um leikinn hér á Körfunni, sem og verður hann í beinni útsendingu á RÚV, en fyrir þá sem vilja fara á völlinn er bent á að miðasala fer fram í gegnum smáforritið Stubb.

Fréttir af EuroBasket 2023

Hérna er heimasíða mótsins

Hér fyrir neðan má sjá hvaða 12 leikmenn það verða sem mæta Spáni í kvöld.

Nafn · Lið (Landsleikir)
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (5)
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (9)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (15)
Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (5)
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (7)
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar (3)
Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (5)
Agnes María Svansdóttir · Keflavík (1)
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (11)
Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (29)
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (3)
Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (28)

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -