spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Þetta er leikmaðurinn sem Ísland verður að hafa gætur á gegn Ungverjalandi

Þetta er leikmaðurinn sem Ísland verður að hafa gætur á gegn Ungverjalandi

Ísland mætir Ungverjalandi kl. 19:30 í Laugardalshöll annað kvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni EuroBasket 2025. Leikurinn er fyrri tveggja sem liðið leikur í þessum fyrsta glugga keppninnar, en sá seinni er komandi sunnudag 25. febrúar gegn Tyrklandi í Istanbúl.

Hérna er heimasíða mótsins

Ungverjaland tilkynnti á dögunum hóp sinn fyrir leikinn, en um er að ræða nokkuð sterkan hóp sem þeir tefla fram, þar sem meðal annars EuroLeague hetja þeirra Adam Hanga er innanborðs.

Hópur Ungverjaland

Szilard Benke, Gyorgy Goloman, Adam Hanga, Mikael Hopkins, Akos Keller, Zsombor Maronka, Zoltan Perl, Marcell Pongo, Adam Somogyi, Adam Toth, Benedek Varadi, David Vojvoda

Adam Hanga er 34 ára gamall leikstjórnandi/framherji sem leikið hefur með bestu liðum Evrópu frá því hann gekk til liðs við Manresa á Spáni frá uppeldisfélagi sínu Albacomp í Ungverjalandi árið 2011, en þess má geta að frá árinu 2011 til 2013 var hann liðsfélagi Hauks Helga Pálssonar hjá Manresa. Frá 2013 til 2023 leikur hann fyrir Baskonia, Barcelona og Real Madrid í EuroLeague og ACB deildinni, en í fyrra skipti hann yfir til Rauðu Stjörnunnar í Serbíu, þar sem hann varð Evrópumeistari með liðinu.

Adam er þekktur fyrir góðan varnarleik, en hann var valinn besti varnarmaður EuroLeague árið 2017. Hér fyrir neðan má sjá 10 bestu vörðu skot hans er hann lék með Barcelona 2017-2021.

Fréttir
- Auglýsing -