spot_img
HomeFréttirÞessir 12 leikmenn mæta Úkraínu í Ólafssal kl. 20:00 í kvöld -...

Þessir 12 leikmenn mæta Úkraínu í Ólafssal kl. 20:00 í kvöld – Ein breyting frá leiknum á Spáni

Ísland mætir Úkraínu í kvöld í Ólafssal í undankeppni heimsmeistaramótsins 2023. Um er að ræða seinni leik þessa ágúst glugga, en liðið tapaði á dögunum fyrri leiknum gegn Spáni ytra. Leikurinn hefst kl. 20:00 og verður sýndur beint á RÚV2. 

Í fyrri leiknum í riðil Íslands unnu, ásamt Spáni, Georgía og Ítalía sína leiki. Því færðist Ísland niður úr öðru sæti hans niður í það fjórða, en aðeins þrjú efstu liðin komast áfram á lokamótið á næsta ári.

Allar nánari upplýsingar er að finna hér

Hérna er heimasíða undankeppninnar

Craig Pedersen landsliðsþjálfari og aðstoðarþjálfarar hans hafa valið þá 12 leikmenn sem skipa liðið að þessu sinni. Ein breyting er á hópnum frá leiknum gegn Spáni, en Jón Axel Guðmundsson kemur inn í liðið fyrir Ragnar Ágúst Nathanaelsson.

Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (60)

Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (71)

Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (1)

Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (94)

Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskaland (20)

Kári Jónsson · Valur (27)

Kristófer Acox · Valur (47)

Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (23)

Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA (4)

Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (53)

Þórir G. Þorbjarnarsson · Ovideo, Spáni (19)

Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (75)


Þjálfari: Craig Pedersen

Aðstoðarþjálfarar: Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson

Fréttir
- Auglýsing -