spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2023Þessir 12 leikmenn mæta sterku liði Spánar kl. 19:30 í kvöld

Þessir 12 leikmenn mæta sterku liði Spánar kl. 19:30 í kvöld

Íslenska landsliðið mætir Spáni í Huelva í kvöld kl. 19:30 í fyrri leik nóvemberglugga síns í undankeppni EuroBasket 2023. Ljóst er að um ákveðna brekku er að ræða fyrir íslenska liðið, þar sem að Spánn er efst liða á Evrópulista FIBA.

Fyrir leik kvöldsins hefur Ísland tapað fyrstu tveimur leikjum undankeppninnar á meðan að Spánn hefur unnið báða leiki sína.

Hérna er heimasíða mótsins

Hér fyrir neðan má sjá hvaða 12 leikmenn munu leika fyrir Íslands hönd í kvöld:

Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (2)

Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (6)

Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (12)

Dagný Lísa Davíðsdóttir · Fjölnir (4)

Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (2)

Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (4)

Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (2)

Hildur Björg Kjartansdóttir · BC Namur-Capitale, Belgíu (36)

Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík

Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (26)

Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (Nýliði)

Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (25)

Seinni leikur liðsins er svo heimaleikur komandi sunnudag 27. nóvember kl. 16:30. Miðasala er í fullum gangi á leikinn inni á Stubb, en fyrir þá sem komast ekki verður hann einnig í beinni útsendingu á RÚV.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -