spot_img
HomeFréttirÞessir 12 leikmenn mæta Spáni og Úkraínu í undankeppni HM 2023 í...

Þessir 12 leikmenn mæta Spáni og Úkraínu í undankeppni HM 2023 í lok mánaðar

Ísland á heimaleik í ágúst 2022 gegn Úkraínu laugardaginn 27. ágúst í annari umferð WorldCup 2023 Qualifiers keppni FIBA. Leikið verður í Ólafssal á Ásvöllum í Hafnarfirði. Leikurinn hefst kl. 20:00 og verður sýndur beint á RÚV2. Fyrri leikur liðsins í þessum ágúst-glugga verður gegn Spáni og fer hann fram í Pamplona á Spáni 24. ágúst og verður hann einnig sýndur beint á RÚV2.

Ísland hefur líklega aldrei átt betri möguleika á að komast áfram í lokakeppni heimsmeistaramóts, þar sem liðið er sem stendur í 2. sæti L riðils, en úr honum fara 3 lið af 6 á lokamótið. Leikir Íslands í þessum lokariðil undankeppninnar þó nokkrir og mikilvægt fyrir liðið að ná í úrslit í einhverjum þeirra ætli þeir sér að komast á lokamót HM 2023.

Miðasala er hafin á Stubb, en tekið er fram að takmarkað magn miða verður í boði á leikinn. Miðaverð fyrir fullorðna er 2500 kr. á meðan að 15 ára og yngri þurfa að greiða 1000 kr. fyrir miða. KKÍ-aðgöngukort gilda ekki á leikinn.

Allar nánari upplýsingar er að finna hér

Hérna er heimasíða undankeppninnar

Craig Pedersen landsliðsþjálfari og aðstoðarþjálfarar hans hafa valið þá 12 leikmenn sem skipa liðið að þessu sinni og einn leikmann til vara.
Íslenski landsliðs æfingahópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (59)

Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (70)

Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (Nýliði)

Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (93)

Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskaland (20)

Kári Jónsson · Valur (26)

Kristófer Acox · Valur (46)

Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (22)

Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA (3)

Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (52)

Þórir G. Þorbjarnarsson · Ovideo, Spáni (18)

Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (74)


13. leikmaður liðsins: Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (57)
Þjálfari: Craig Pedersen

Aðstoðarþjálfarar: Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson

Fréttir
- Auglýsing -