spot_img
HomeBikarkeppniÞessi lið tryggðu sig áfram í VÍS bikarkeppninni í dag - 8...

Þessi lið tryggðu sig áfram í VÍS bikarkeppninni í dag – 8 liða úrslit kvenna klár

Sex leikir fóru fram í 16 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla og kvenna í dag.

Ljóst varð hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 8 liða úrslitum VÍS bikar kvenna. Fyrir leiki dagsins höfðu Keflavík, Grindavík, Þór Akureyri, Njarðvík, Hamar/Þór og Stjarnan tryggt sig áfram, en eftir leikina í dag bættust Haukar og Valur í þann hóp.

Þá rúlluðu af stað 16 liða úrslitin hjá körlunum með fjórum leikjum, en þar tryggðu sig áfram Stjarnan, Höttur, Tindastóll og Valur. Á morgun mánudag munu svo seinni fjórir leikir 16 liða úrslitanna fara fram.

Tölfræði leikja

Leikir dagsins

16 liða úrslit VÍS bikar kvenna

Haukar 74 – 67 Ármann

Valur 75 – 66 Breiðablik

16 liða úrslit VÍS bikar karla

Ármann 74 – 102 Stjarnan

Hamar 82 – 84 Höttur

Breiðablik 81 – 89 Tindastóll

KV 89 – 128 Valur

Fréttir
- Auglýsing -