spot_img
HomeFréttirÞessi lið mætast í úrslitakeppni Dominos deildar kvenna

Þessi lið mætast í úrslitakeppni Dominos deildar kvenna

Lokaumferð Dominos deildar kvenna fór fram í dag.

Fyrir hana var ljóst að Fjölnir, Keflavík, Haukar og Valur væru örugg í úrslitakeppnina. Þá var einnig ljóst að KR væru fallnar úr deildinni.

Eftir umferð dagsins er ljóst að Valur og Haukar mætast í öðru einvíginu, þar sem að deildarmeistarar Vals byrja á heimavelli. Þá eigast við Haukar og Keflavík í hinu undanúrslitaeinvíginu, þar sem að Haukar fá að byrja á heimavelli.

Úrslitakeppni deildarinnar rúllar af stað komandi föstudag 14. maí.

Lokastaða Dominos deildar kvenna:

  1. Valur (undanúrslit)
  2. Haukar (undanúrslit)
  3. Keflavík (undanúrslit)
  4. Fjölnir (undanúrslit)
  5. Breiðablik
  6. Skallagrímur
  7. Snæfell
  8. KR (fall)
Fréttir
- Auglýsing -