spot_img
HomeFréttirÞessi lið mætast í undanúrslitum Dominos deildar karla

Þessi lið mætast í undanúrslitum Dominos deildar karla

Tveir oddaleikir fóru fram í átta liða úrslitum Dominos deildar karla í kvöld þar sem kom í ljós hvaða lið komust í undanúrslit.

Keflavík sópaði Tindastól 3-0 og Þór Þ vann nafna sína á Akureyri. Í kvöld voru svo oddaleikirnir í tveimur seríum þar sem KR sendi Val í sumarfrí og Stjarnan valtaði yfir Grindavík.

Fyrsti leikdagur undanúrslitanna er mánudagurinn 31. maí þar sem Þór Þ og Stjarnan mætast. Daginn eftir mætast svo Keflavík og KR.

Einvígin í undanúrslitunum eru eftirfarandi og sæti liðanna í deildarkeppninni:

Keflavík (1) – KR (5)

Þór Þorlákshöfn (2) – Stjarnan (3)

Fréttir
- Auglýsing -