spot_img
HomeFréttirÞessi lið mætast í átta liða úrslitum EuroBasket 2022

Þessi lið mætast í átta liða úrslitum EuroBasket 2022

Sextán liða úrslit EuroBasket 2022 kláruðust í dag með fjórum leikjum.

Pólland lagði Úkraínu, Finnland hafði betur gegn Króatíu og Ítalía kom öllum á óvart með að slá sterkt lið Serbíu úr leik. Í síðasta leik dagsins vann Grikkland svo góðan sigur gegn Tékklandi eftir að hafa verið undir lungann úr leiknum.

Hérna er heimasíða mótsins

Úrslit dagsins:

Úkraína 86 – 94 Pólland

Finnland 94 – 86 Króatía

Serbía 86 – 94 Ítalía

Grikkland 94 – 88 Tékkland

Átta liða úrslitin fara fram komandi þriðjudag og miðvikudag, en þá mætast eftirfarandi þjóðir.

Þriðjudagur 13. september

Spánn Finnland – kl. 15:15

Þýskaland Grikkland – kl. 18:30

Miðvikudagur 14. september

Frakkland Ítalía – kl. 15:15

Slóvenía Pólland – kl. 18:30

Fréttir
- Auglýsing -