spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÞessa fimm leikmenn ætti Njarðvík að reyna að semja við til að...

Þessa fimm leikmenn ætti Njarðvík að reyna að semja við til að fylla skarð Mario Matasovic

Út er kominn nýjasti þátturinn af Aukasendingunni, en gestur þáttarins er sérfræðingurinn og fyrrum þjálfarinn Mummi Jones.

Farið er yfir fréttir vikunnar, leiki Íslands í undankeppni HM 2027, Bónus deild karla og þá er liðum gefin ráðgjöf um hvað þau eigi að gera varðandi leikmannahópa sína í landsleikjahléinu.

Upptökuna er hægt að nálgast hér á spotify.

Sérstaka athygli fær lið Njarðvíkur sem á dögunum missti lykilleikmann sinn Mario Matasovic út vegna meiðsla til loka þessa tímabils hið minnsta. Byrjun Njarðvíkur ekki verið alslæm á tímabilinu þar sem liðið er með 50% sigurhlutfall, fjóra sigra og fjögur töp, en það er þó aðeins fyrir neðan það sem þeim var spáð fyrir tímabil.

Fráhvarf Mario mikil blóðtaka fyrir lið Njarðvíkur, en hann skilaði að meðaltali í 7 leikjum með liðinu 15 stigum, 8 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik. Meðal þess sem farið er yfir í Aukasendingunni er hvaða leikmenn Njarðvík ætti að reyna að semja við eða kaupa nú í landsleikjahléinu til að fylla í skarð Mario. Vissulega er það þó nefnt að erfitt eða ómögulegt er að fylla alveg í skó þess mikla framlags sem hann hafði verið að gefa liðinu.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá listann:

  1. Hugi Hallgrímsson (Haukar)
  2. Sigvaldi Eggertsson (Fjölnir)
  3. Alexander Jan Hrafnsson (Breiðablik)
  4. Kristján Fannar Ingólfsson (ÍR)
  5. Adam Eiður Ásgeirsson (Höttur)

Ekki á lista en til umræðu samt voru einnig Magnús Már Traustason, Maciek Baginski, Pálmi Geir Jónsson og Breki Gylfason.

Fréttir
- Auglýsing -