spot_img
HomeFréttirThelma Dís stigahæst í opnunarleik tímabils Ball State University

Thelma Dís stigahæst í opnunarleik tímabils Ball State University

Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State University töpuðu í gærkvöldi opnunarleik tímabils síns í bandaríska háskólaboltanum fyrir Milkwaukee Panthers. Leikurinn var nokkuð jafn lengi framan af, en fyrir lokaleikhlutann munaði aðeins einu stigi á liðunum. Í honum gerðu Panthers þó vel í að sigla framúr og sigra að lokum með 11 stigum, 56-67.

Thelma Dís var stigahæsti leikmaður vallarins í leiknum, en í heildina skoraði hún 19 stig, tók 7 fráköst og gaf 1 stoðsendingu. Næst leikur liðið komandi mánudag 30. nóvember gegn IUPUI Jaguars.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -