spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaThelma Dís stigahæst gegn Eastern Michigan Eagles

Thelma Dís stigahæst gegn Eastern Michigan Eagles

Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals töpuðu í nótt fyrir Eastern Michigan Eagles í bandaríska háskólaboltanum, 77-59. Leikurinn sá þriðji sem liðið tapar það sem af er tímabili.

Sem áður var Thelma Dís atkvæðamikil í liði Cardinals með 14 stig og 3 fráköst. Næst leika þær gegn Western Kentucky Lady Toppers komandi laugardag 5. desember.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -