spot_img
HomeFréttirThelma Dís meðal allra bestu skotmanna síðasta tímabils í háskólaboltanum

Thelma Dís meðal allra bestu skotmanna síðasta tímabils í háskólaboltanum

Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir hefur leikið með háskólaliði Ball State University í Indiana í Bandaríkjunum síðan árið 2018, en Ball State leikur í Mið-Ameríkudeild efstu deildar háskólaboltans.

Thelma Dís var öll árin í stóru hlutverki hjá liði Ball State, en á því síðasta skilaði hún 13 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik. Þá var hún með 42.3% skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna á tímabilinu, en það verður að teljast einstaklega gott með tilliti til fjölda tilrauna hennar, en að meðaltali skaut hún oftar en sjö sinnum úr djúpinu í leik.

https://www.karfan.is/2023/03/thelma-dis-eftir-frabaeran-haskolaferil-med-ball-state-cardinalsmargar-dyr-bunar-ad-opnast-fyrir-mig/

Þessi glæsilega nýting hennar á tímabilinu varð til þess að hún var valin til þess að taka þátt í þriggja stiga keppni Marsfársins, sem er keppni sem er haldin í kringum einhverja allra stærstu körfuboltaleiki sem spilaðir eru í Bandaríkjunum hvert ár. Heiður sem ekki síst er merkilegur í ljósi þess að tímabilið 2022-23 voru nákvæmlega 5588 leikmenn í heild í efstu deild háskólabolta kvenna.

Þá benti körfuboltagreinandinn Synergy Basketball á það á dögunum að Thelma Dís hefði ásamt Caitlin Clark verið besti skotmaður allrar deildarinnar frá ákveðinni fjarlægð, 24-25 fetum eða 7.6 metrum, en það er nokkuð fyrir utan þriggja stiga línuna.

Fréttir
- Auglýsing -