spot_img
HomeFréttirThelma Dís með 16 stig í sigri Ball State

Thelma Dís með 16 stig í sigri Ball State

Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals lögðu í nótt lið Miami Redhawks í bandaríska háskólaboltanum, 82-85. Cardinals það sem af er tímabili unnið sjö leiki og tapað fimm, en þær eru í 5. sæti deildar sinnar.

Thelma Dís lék 38 mínútur í leiknum. Á þeim skilaði hún 16 stigum, frákasti og stoðsendingu, en hún var næst stigahæst liðsins í leiknum. Næsti leikur Cardinals er gegn Western Michigan Broncos þann 30. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -