spot_img
HomeFréttirThelma Dís í úrvalsliði nýliða Mið-Ameríkudeildarinnar

Thelma Dís í úrvalsliði nýliða Mið-Ameríkudeildarinnar

Thelma Dís Ágústsdóttir hefur gert flotta hluti með liði Ball State Cardinals skólanum í Bandaríska háskólaboltanum á sínu fyrsta tímabili þar ytra.

Í gær hlaut hún viðurkenningu Mið-ameríkudeildarinnar þar sem hún er í úrvalsliði nýliða deildarinnar. Thelma fór tíu sinnum yfir tíu stiga múrinn fyrir Cardinals á tímabilinu.

Thelma var fjórða stigahæst í liðinu með 8,6 stig og er næst frákastahæst með 4,2 frákast. Hún setti mest 23 stig í sigri á Bowling Green og var mest með 12 fráköst gegn Eastern Michigan.

Einnig tryggði Thelma Cardinals sigur gegn Northern Illinois með sigurkörfu. Tímabilinu lauk síðasta mánudag þegar Cardinals tapaði gegn Toledo í úrslitakeppni deildarinnar.

Fréttir
- Auglýsing -