spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaThelma Dís heim í Keflavík - Verður með liðinu í undanúrslitunum

Thelma Dís heim í Keflavík – Verður með liðinu í undanúrslitunum

Framherjinn Thelma Dís Ágústsdóttir mun leika í úrslitakeppninni með Keflavík í Dominos deild kvenna, en þar mætir liðið Haukum í undanúrslitum. Staðfestir vefmiðillinn visir.is þetta fyrr í dag. Thelma kemur til liðsins frá Ball State Cardinals í bandaríska háskólaboltanum, þar sem hún hefur leikið síðustu þrjúr ár.

Áður en Thelma hélt til Bandaríkjanna vann hún allt sem í boði var með liði Keflavíkur og þá var hún einnig valin besti leikmaður tímabilsins 2016-17.

Leikmannaglugga deildanna lauk að sjálfsögðu fyrir nokkru, en þar sem Thelma var við nám er hún enn skráð í lið Keflavíkur.

Fréttir
- Auglýsing -