ÍR hefur á nýjan leik samið við Matej Kavas fyrir yfirstandandi átök í Bónus deild karla.
Matej er 29 ára slóvenskur framherji sem lék fyrir Reykjavíkurfélagið á síðustu leiktíð, en þá var hann með 18 stig og 6 fráköst að meðaltali í leik. Nú er hann að koma aftur til þeirra frá C’Chartres Métropole Basket í Frakklandi.
„Matej er leikmaður sem við þekkjum mjög vel og vitum nákvæmlega hvað hann gefur okkur. Hann er góður skotmaður, vinnusamur og fellur afar vel að þeirri framtíðarsýn sem við höfum fyrir liðið. Það er mikil styrking fyrir okkur að fá hann aftur, bæði til að klára tímabilið og til framtíðar,“ segir Borche Ilievski, þjálfari ÍR.




