spot_img
HomeFréttirÞeir voru ekkert kátir yfir að ég væri með landsliðinu

Þeir voru ekkert kátir yfir að ég væri með landsliðinu

Hörður Axel Vilhjálmsson hefur ákveðið að draga sig úr íslenska landsliðshópnum. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Ástæðan mun vera sú að þýska liðið hans, Mitteldeutcher BC, vill að leikmaðurinn taki þátt í öllu undirbúningstímabili liðsins.
Í Morgunblaðinu í dag segir Hörður:
 
,,Þetta er eitthvað sem ég var að ákveða núna eftir að hafa íhugað þetta vel og vandlega í tvo, þrjá mánuði. Þetta er alveg hrikalega erfið ákvörðun og leiðinleg en ég taldi að þetta yrði best fyrir mig eins og staðan er í dag," segir Hörður og bætir við: ,,Ég sé samt mjög mikið eftir landsliðinu og hafði hlakkað til að spila þessa leiki.
 
Nánar er rætt við Hörð í Morgunblaðinu í dag en ljóst er að íslenska liðið missir þarna einn af sínum sterkustu bakvörðum.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -