spot_img
HomeFréttirÞeir vilja halda stóra pabba

Þeir vilja halda stóra pabba

 

Ægir Þór Steinarsson lauk tímabilinu á Spáni nýverið og var hann nokkuð viss í sinni sök að þetta væri eitt hans allra besta tímabil á parketinu. "Já þetta er einn viðburðaríkasti vetur minn.  Gekk vel á vellinum og lífið er gott." sagði Ægir í samtali við Karfan.is og vísaði í að ágúst myndi hann og unnusta hans, Heiðrún Kristmundsdóttir myndu eignast sinn fyrsta erfingja.  "Það kemur lítill gaur í byrjun ágúst og það er að sjálfsögðu mikil spenna og tilhlökkun." 

 

Ægir hefur spilað á spáni með liði Tau Castello þennan veturinn í LEB Gold deildinni og endaði liðið í 6 sæti deildarinnar. Í 38 leikjum setti Ægir niður 8 stig á leik og sendi 3.5 stoðsendingar í leik.  Liðið var hinsvegar slegið út í úrslitakeppni deildarinnar af liði Melilla en Castello náðu einum sigri gegn þremur sigrum Melilla.   "Þetta hefði vissulega mátt enda betur hjá okkur. En hvað mig varðar þá gerði ég 1+1 samning við liðið. Það eru ákvæði í honum að hægt sé að rifta í sumar en ég geri ráð fyrir að þeir vilji halda stóra pabba." sagði Ægir Þór og hló. 

 

"Framhaldið er meira undir mér komið og hvað við fjölskyldan viljum gera. Við erum opin fyrir mörgu en það er ekkert annað komið á borð sem stendur en það gæti eitthvað gerst í sumar, maður veit aldrei." sagði Ægir að lokum.  

Fréttir
- Auglýsing -