Hér að neðan sjáum við körfuboltamynd af þjálfara Stjörnunnar, Hrafni Kristjánssyni, sem gefin var út á tímum hans sem leikmanns KR, en það var á fyrri hluta tíunda áratugs síðustu aldar. Myndina fengum við senda inn til okkar og kunnum við sendanda bestu þakkir fyrir.
Þó myndin sé falleg (líklegast fágæt líka) vakti hún þó upp ákveðnar spurningar hjá okkur varðandi háloftagetu þessa mæta þjálfara. Við spurðum hann því einfaldlega út í málið og ekki létu svörin á sér standa. Var það alveg eins og okkur hafi minnst, á myndinni var hann að fara upp í eina Tomahawk.
Félagi hans úr vesturbænum, Hermann Hauksson, var þó ekki alveg tilbúinn að kvitta fyrir þessar lýsingar Hrafns, en tístið og svörin má sjá í heild með því að smella á myndina hér fyrir neðan.
Hey @ravenk72, var þessi mynd tekin í leik eða var þetta sér uppstillt fyrir ljósmyndarann? #korfubolti pic.twitter.com/4vL68RUe4b
— Karfan.is (@Karfan_is) July 25, 2016