spot_img
HomeFréttirThe Last Dance kveikjan að glæsilegum NBA leikmannamyndum listamannsins Atla Sigursveinssonar

The Last Dance kveikjan að glæsilegum NBA leikmannamyndum listamannsins Atla Sigursveinssonar

Grafíski hönnuðurinn og listamaðurinn Atli Sigursveinsson frumsýndi á dögunum nýjar myndir sínar af leikmönnum NBA deildarinnar. Viðtökurnar létu ekki á sér standa og hann hefur bæði verið að selja myndir sem gerðar hafa verið, sem og hefur hann verið að sérgera myndir af leikmönnum fyrir kaupendur.

Karfan setti sig í samband við Atla og spurði hann aðeins út í tilurð myndanna, en þær er hægt að sjá hér fyrir neðan. Þá er hægt að hafa samband og panta hjá honum hér.

Hvaðan ert þú og við hvað vinnur þú?

“Ég er frá Ólafsvík, búsettur í Reykjavík. Ég er sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður”

Hvar kviknaði áhugi þinn á körfubolta?

“Space Jam og allur 90’s varningur sem fylgdi NBA var kveikjan þegar ég var yngri

Hvernig datt þér í hug að fara gera þessar myndir?

“Ég var að prófa mig áfram með þennan teiknistíl, svo sá ég heimildaþættina Last Dance og vildi ég þá athuga hvernig Dennis Rodman kæmi út í þessum stíl. Svo bara vatt þetta uppá sig”

Áttu þér uppáhalds leikmenn í NBA deildinni?

“Fyrir utan Kobe Bryant, þá er það örugglega Larry Johnson. Hann var með svo skrautlegan karakter og mikla orku á vellinum. Í dag er það Russell Westbrook útaf sömu ástæðum”

Hvað er næst á dagskrá hjá þér?

“Hin og þessi myndskreytingaverkefni. Ég mun taka við sérpöntunum af NBA leikmönnum í einhvern tíma. Svo taka við nokkur myndskreytingaverkefni fyrir barna og unglingabækur”

Má búast við fleiru körfuboltatengdu frá þér?

“Já það eru miklar líkur á því, ég veit bara ekki ennþá hvað það mun vera. Ég mun líklegast teikna einhver plaköt af þjálfurum, Ólympíuleika-plaköt og jafnvel litlar körfuboltamyndir”

Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkrar fleiri myndir, en bæði er hægt að nálgast verk Atla á atlisigursveins.com sem og er hann á Instagram undir notendanafninu atlisigursveins.

Fréttir
- Auglýsing -