Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR sagði við Karfan.is rétt í þessu að þátttaka Pavels Ermolinski í oddaleiknum gegn Njarðvík í kvöld væri ólíkleg sem stendur en Pavel fékk tak í annan kálfann í upphitun fyrir leik fjögur í seríunni.
„Pavel hefur að öllum líkindum tognað a kálfa fyrir leik fjögur og hefur verið í stöðugri meðferð hjá okkar sjúkrastaffi síðan. Tíminn er vissulega ekki að vinna með okkur og er þátttaka hans í leiknum ólíkleg sem stendur,“ sagði Finnur.
Aðspurður um hvort Pavel yrði í búning og myndi í það minnsta hita upp með KR sagði Finnur að staðan yrði tekin aftur fyrir leik.



