spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÞakka fyrir vel unnin störf ,,Félagsmaður af bestu gerð"

Þakka fyrir vel unnin störf ,,Félagsmaður af bestu gerð”

Hörður Unnsteinsson tilkynnti nú í morgun að hann myndi ekki halda áfram sem þjálfari hjá KR.

Hörður tilkynnti brotthvarf sitt eftir að hafa bæði unnið Íslandsmeistaratitil með 12. flokki kvenna og skilað meistaraflokki félagsins aftur í röð þeirra bestu, en liðið verður nýliði í Bónus deild kvenna á næstu leiktíð.

KR sendi frá sér færslu rétt í þessu þar sem Herði eru þökkuð góð störf á síðustu árum, en hann hefur unnið fjölmarga titla með yngri flokkum félagsins síðan hann kom aftur til þeirra árið 2020.

Færsluna má lesa hér fyrir neðan, en í henni segir félagið meðal annars að Hörður sé félagsmaður af bestu gerð og að félagið standi sterkara nú en áður en hann kom til þeirra.

Fréttir
- Auglýsing -