Fyrir leik
Tindastóll tók á móti Hamri frá Hveragerði í 16 liða úrslitum VÍS bikarsins í kvöld, fyrirfram er ekki von á spennandi leik. Þar sem Tindastóll eru búnir að vera á eldi seinustu vikur og stór sigur gegn Álftanesi í vikunni sennilega öllum ofarlega í huga ennþá. Á meðan Hamar er í neðsta sæti 1.deildar með einn sigur á tímabilinu. En það skemmtilega við svona bikarkeppni er að allt getur gerst eða svona næstum því allavega.
Spáin
Það viðrar vel til körfubolta í Síkinu logn og sennilega 25 stiga hiti, mæting áhorfenda er til fyrirmyndar einsog alltaf þegar karlalið Tindastóls er annars vegar.
Byrjunarliðin
Basile – Taiwo – Júlíus – Drungilas – Geks
Ryan Benjamin – Arnar – Lúkas – Birkir – Franck-David
Leikurinn
Hamar vinnur uppkastið en það er aftur á móti Taiwo Badmus sem setur fyrstu stig kvöldsins. Stólarnir byrja vörnina ofarlega á vellinum og það á greinilega að sýna litla miskun hérna 10-0 eftir tæpar 3 mínútur og 5 af 6 skotum stólanna rata í fötuna. Hamar tekur leikhlé alltof snemma, ætla að reyna að stilla sig saman en þetta stólalið er bara í öðrum gæðaflokki. Leikmenn Hamars reyna hvað þeir geta en skotin vilja ekki detta. En eftir tæpar 6 mínutur setja þeir sín fyrstu stig staðan er 22-2 og líklegt að þetta uppkast sé það eina sem Hamar vinnur í kvöld. Þetta verður aldrei leikur úr þessu 42-5 eftir fyrsta leikhluta en áhugavert að fylgjast með einbeitingu og áræðni heimamanna. Eru þeir að reyna við stigamet ?
Þjálfararnir er duglegir að skipta og gefa öllum séns á að sína listir sínar hérna í kvöld. Allir leikmenn beggja liða hafa fengið mínútur eftir fyrri hálfleik. En staðan er 70-24 þegar menn taka stutta vatnspásu og spjalla í klefanum.
Í seinni hálfleik var einsog um æfingarleik væri að ræða, ungir leikmenn Tindastóls fengu nóg af mínútum. Hamar vann þriðja leikhlutann en það dugar þeim ekki Tindastóll siglir heim þæginlegum sigri 125- 66.



