Tindastóll tók á móti Njarðvík í Bónus deild karla í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Njarðvíkingar unnu fyrri leik liðanna í deildinni og Stólar hugðu á hefndir.
Stólar fóru vel af stað en Njarðvíkingar hengu í þeim fram í miðjan fyrsta leikhlutann. Úr stöðunni 12-9 tóku heimamenn svo á mikinn sprett og allt í einu var staðan orðin 33-15 eftir þrist frá Arnari og dansandi stemning í Síkinu. Stólar enduðu á að skora 40 stig í fyrsta leikhluta á meðan þeir héldu gestunum í 20 stigum. Í öðrum leikhluta héldu Stólar áfram að keyra á gestina sem gekk vel og það var fátt um varnir. Staðan 64-38 í hálfleik.
Heimamenn byrjuðu seinni hálfleik á 4 þristum og þó Njarðvík svaraði með tveimur af sínum eigin þá var orðið ljóst hvernig leikurinn myndi enda. Stólar bættu áfram í og héldu muninum í kringum 30 stigin út þriðja leikhluta. Lokaleikhlutinn var nánast formsatriði og Stólar sigldu öruggum sigri heim, 113-92
Hjá heimamönnum var Taiwo stigahæstur með 23 stig og 13 fráköst en skorið dreifðist vel á liðið. Hjá gestunum voru Dwayne og Pipkins með 21 stig hvor.
Viðtöl :
Umfjöllun // Hjalti Árna



