spot_img
HomeFréttirÞægilegur sigur hjá Solna

Þægilegur sigur hjá Solna

Solna Vikings hafði í kvöld öruggan sigur á KFUM Nassjo í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik.
 
 
Solna 84-68 KFUM Nassjo
Sigurður Gunnar Þorsteinsson hafði sig lítið í frammi þessar 15 mínútur sem hann fékk í leiknum en miðherjanum tókst ekki að skora en tók þó 3 fráköst og stal 1 bolta. Stigahæstur í liði Solna í kvöld var Alexander Lindqvist með 20 stig og 8 fráköst.
 
Solna er í 7. sæti deildarinnar með þrjá sigra og fimm tapleiki eftir fyrstu átta leiki sína í deildinni.
  
Fréttir
- Auglýsing -