spot_img
HomeFréttirÞað bætist í hóp vesturfara

Það bætist í hóp vesturfara

Væntanlegir nýliðar í Úrvalsdeild kvenna, Breiðablik, eru að missa burðarás frá seinustu leiktíð þar sem að Helga Hrund Friðriksdóttir er á leiðinni til Embry-Riddle Aeronautical University til náms og körfuknattleiksiðkunnar.
 
Helga Hrund mun því spila með Embry-Riddle Eagles, sem er staðsettur í Daytona Beach í Flórída, þar sem hún fékk blandaðan skólastyrk, íþrótta- og námsstyrk.
 
Embry-Riddle hefur hingað til spilað í NAIA deildinni sem er ekki jafnmikils metin og NCAA keppnin en þykir þó á styrkleikapari með Division II deildinni í NCAA. Það er einmitt deildin sem ERAU mun spila í á næsta tímabili þar sem skólinn þáði boð um að færa sig yfir í hana og mun hann spila í Sunshine State Conference sem er 11 liða deild. Skólinn er því kominn í ferli um að verða fullgildur NCAA skóli. Þó mun skólinn ekki fá að taka þátt í úrslitakeppninni fyrr en tímabilið 2017-2018.
 
 
Mynd/ úr safni
Fréttir
- Auglýsing -