spot_img
HomeFréttirThabo Sefolosha fótbrotinn eftir átökin við lögregluna

Thabo Sefolosha fótbrotinn eftir átökin við lögregluna

Atlanta Hawks leikmaðurinn Thabo Sefolosha er fótbrotinn eftir átök við lögreglu fyrir utan skemmtistað í New York. Sefolosha og annar Hawks leikmaður, Pero Antic lentu þar í átökum við lögreglu vegna þess að þeir neituðu að yfirgefa svæðið eftir stunguárás á annan NBA leikmann, Chris Copeland sem leikur með Indiana Pacers.

 

Sefolosha er brotinn á ökkla og verður frá það sem eftir lifir leiktíðarinnar. 

 

Antic og Sefolosha voru beðnir sex sinnum að yfirgefa svæðið áður en til átakanna kom og þeir handteknir í kjölfarið.  Sefolosha hefur kært lögreglumennina fyrir harðræði.

 

 

Mynd:  Washington Post.

Fréttir
- Auglýsing -