spot_img
HomeFréttirTerrell Vinson til Grindavíkur

Terrell Vinson til Grindavíkur

Grindavík hefur náð samkomulagi við Bandaríska leikmanninn Terrell Vinson um að leika með félaginu á komandi leiktíð í Dominos deild karla. Vinson lék með Njarðvík á síðustu leiktíð við góðan orðstýr.

 

Vinson var með 22,1 stig, 9,7 fráköst og 24.1 framlagsstig að meðaltali í leik með Njarðvík sem féll úr leik í átta liða úrslitum á síðustu leiktíð. 

 

Vinson er 28 ára gamall framherji sem hefur leikið í Finnlandi, á Spáni og í Rúmeníu síðan að hann spilaði í háskólaboltanum bandaríska með liði UMass. Þar á hann leikjamet skólans, en hann spilaði 128 leiki á feril sínum hjá skólanum.

 

Miklar breytingar eru á liði Grindavíkur frá síðustu leiktíð. Dagur Kár, Ingvi Þór, Ómar Örn og Þorsteinn Finnboga hafa allir yfirgefið liðið ásamt Sigurði Þorsteinssyni. Á móti hefur liðið fengið þá Hlyn Hreinsson og Nökkva Harðarson til liðsins auk þess sem Sigtryggur Arnar Björnsson skrifaði undir samning við liðið í gær. Grindavík hefur fyrr í sumar samið við erlendu leikmennina Michalis Liapis og Jordy Kuiper. 

 
Fréttir
- Auglýsing -