00:23
{mosimage}
Telma Fjalarsdóttir var í silfurliði Hauka í gær þegar Haukar töpuðu fyrir Grindavík í úrslitum Lýsingarbikarsins. Telma sem var að leika sinn fyrsta bikarúrslitaleik og skoraði 4 stig í leiknum og tók 8 fráköst.
Hún var ekki ánægð með spilamennskuna í seinni hálfleik en þá gáfu Haukar eftir og leyfðu Grindvíkingum að jafna og komast yfir. Hún sagði að það gerðist alltof oft að liðið sé að glutra góðri stöðu. ,,Við þurfum klárlega að vinna í einhverju í okkar leik,” sagði Telma og hélt áfram. ,,Við þurfum að finna rót vandans. Þetta gerist alltof oft að við erum að spila vel og missum svo leikinn. Það er eins og við hættum að spila saman. Það er ótrúlegt að þetta geti gerst.”
Þrátt fyrir tap sagði hún að það hafi verið gaman að taka þátt í leiknum. ,,Þetta var ógeðslega gaman en hefði verið betra að enda með sigri.”
Mynd: [email protected]



