spot_img
HomeFréttirTelma og Guðrún skrifa undir

Telma og Guðrún skrifa undir

Telma Fjalarsdóttir og Guðrún Ámundadóttir skrifuðu undir samninga við Hauka í vikunni. Frá þessu er greint á heimasíðu Hauka.
 
Guðrún kemur til Hauka frá KR en þar hefur hún leikið síðastliðin tvö tímabil. Hún varð bikarmeistari með KR á síðustu leiktíð og var með 7.6 stig í leik í deild og úrslitakeppni en KR lék til úrslita gegn Haukum.
 
Telma Fjalarsdóttir endurnýjar samning sinn við Hauka en hún er að fara hefja sitt þriðja tímabil hjá Haukum. Hún skoraði 5.8 stig og tók 7.8 fráköst á síðasta tímabili.
 
Guðrún og Telma var í landsliðshópi Íslands í sumar.
 
 
mynd: www.haukar.is
 
 
Fréttir
- Auglýsing -