spot_img
HomeFréttirTelma Lind aftur heim í Keflavík

Telma Lind aftur heim í Keflavík

 

Bakvörðurinn Telma Lind Ásgeirsdóttir er á leiðinni aftur heim til Keflavíkur fyrir næsta tímabil Dominos deildar kvenna. Þetta staðfesti hún við Körfuna fyrr í dag.

 

Telma er 24 ára gömul og skilaði hún 9 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í 28 leikjum með Breiðarblik í Dominos deildinni á síðasta tímabili.

 

Hefur leikmaðurinn spilað með Kópavogsfélaginu frá árinu 2016 og átti hún stóran þátt í að það tryggði sér sæti í Dominos deildinni fyrir þetta síðasta tímabil. Þar á undan hafði hún aðeins leikið með Keflavík, bæði með yngri flokkum sem og meistaraflokki félagsins, en hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2009.

 

Um vistaskiptin hafði Telma að segja:

 

 

"Ég var nú alltaf á leiðinni aftur heim í Kef einhverntiman, var að útskrifast úr HR og flutt heim í Kef þannig frábær tími til að skipta aftur í Kef og mjög spennt fyrir næsta tímabili"

Fréttir
- Auglýsing -