spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaTekur við Íslands- og bikarmeisturunum

Tekur við Íslands- og bikarmeisturunum

Friðrik Ingi Rúnarsson hefur samið við Keflavík um að þjálfa Íslandsmeistaralið þeirra í Subway deild kvenna til ársins 2026. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag. Þá tilkynnir félagið einnig að Magnús Þór Gunnarsson muni halda áfram sem aðstoðarþjálfari Keflavíkur í Subway deild karla.

Friðrik Ingi eftir að samningar voru undirritaðir “Það er mikill heiður að fá að taka við keflinu af Sverri. 3 titlar í hús á nýliðnu tímabili og það verður í senn krefjandi en afar skemmtilegt verkefni. Það má segja að ég sé kominn í mekka kvennakörfuboltans á Íslandi, við erum með frábært lið og við stefnum að sjálfsögðu á að verja alla bikara sem nú eru staðsettir í Blue Höllinni.”

Magnús eftir að skrifað hafði verið undir “Ég hafði mjög gaman af því að koma inn í þetta verkefni í vetur. Pétur kom með ferskan blæ inn í okkar félag og náði að byggja upp skemmtilegt lið. Það er mér sönn ánægja að taka þátt í þessu með honum og leikmönnum og við stefnum hátt næsta tímabil.”

Fréttir
- Auglýsing -