Haukar hafa ráðið Pétur Ingvarsson sem þjálfara meistaraflokks karla.
Pétur er að upplagi úr Haukum og lék þar sem leikmaður með gífurlega sterku liði þeirra á tíunda áratug síðustu aldar. Pétur á langan þjálfaraferil að baki og þjálfað m.a. Hamar og Breiðablik en s.l. tvö ár þjálfaði Pétur lið Keflavíkur þar sem hann landaði bikarmeistaratitli.
Pétur tekur við starfinu af Friðriki Inga Rúnarssyni, en á síðustu leiktíð féllu Haukar úr Bónus deildinni og leika því í fyrstu deild karla á næsta tímabili.