spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaTekur slaginn með Þór

Tekur slaginn með Þór

Þór Akureyri hefur framlengt samningi sínum við Maríu Sól Helgadóttur fyrir komandi tímabil í fyrstu deild kvenna.

María Sól 16 ára og er að upplagi úr Þór, en hún hóf að leika með meistaraflokki félagsins í Bónus deildinni á síðustu leiktíð.

Þór dró lið sitt úr keppni í Bónus deildinni eftir síðasta tímabil og munu tefla fram liði í fyrstu deild kvenna á næsta tímabili. Ljóst er að liðið er á fullu að gera hóp sinn kláran, en á síðustu vikum hafa þær tilkynnt samninga við þó nokkra íslenska leikmenn, sem og tvo erlenda atvinnumenn.

Fréttir
- Auglýsing -