Þór Akureyri hefur framlengt samning sinn við Emmur Karólínu Snæbjarnardóttur fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild kvenna.
Emma er 17 ára og að upplagi úr Þór Akureyri, en á síðustu leiktíð skilaði hún 7 stigum og 5 fráköstum að meðaltali með liðinu í Bónus deild kvenna. Þór mun þó ekki vera með lið í Bónus deildinni á kom andi leiktíð og mun Emma því leika með þeim í fyrstu deildinni. Þá hefur Emma verið með yngri landsliðum síðustu ár, en í sumar var hún mikilvægur leikmaður undir 18 ára liðs Íslands á Norðurlanda og Evrópumótum.



